Viðbrögð okkar vegna COVID-19
Fáðu að vita meira um Regus

Net um allan heimVal á vinnusvæðiSVEIGJANLEGIR SKILMÁLAR

Þú mótar starfið að þínum þörfum

Vinnusvæðaþjónusta okkar um allan heim gerir þér kleift að stunda vinnu þína hvar sem á þarf að halda í afkastahvetjandi og faglegu umhverfi. Skapaðu vinnustað sem hentar fyrirtækinu þínu í dag – og á morgun – þar sem er rými til að dafna í alþjóðlegu viðskiptasamfélagi.

Það sem við gerum

Staður til að blómstra.

Með fullbúnum einkaskrifstofum okkar fá vinnuhópar af öllum stærðum nærandi umhverfi til að vinna markvisst, eiga samstarf og skila afburða vinnu.

 • Veldu úr þúsundum staðsetninga

 • Sveigjanlegir samningar, hvort sem er fyrir eina klukkustund eða nokkur ár

 • Auðvelt að stækka eða minnka við sig

Frekari upplýsingar

Öllum opið

Veldu þér aðstöðu á sameiginlegu eða opnu vinnusvæði eða pantaðu samnýttri skrifstofu. Notaðu sameiginlega aðstöðu eða bókaðu eigið skrifborð á uppáhalds samstarfsvinnusvæðinu þínu.

 • Frábært fyrir bæði einstaklinga og litla vinnuhópa

 • Þrautreynt þjónustuteymi

 • Reglulegir tengslamyndunarviðburðir

Alltaf til staðar.

Gerðu þitt fyrirtæki sýnilegt á markaðnum hratt og örugglega, með faglegu fyrirtækisaðsetri og allri fjarskrifstofuþjónustunni sem til þarf. Veldu um þúsundir staðsetninga fyrir þitt fyrirtæki, hvar sem þú þarft að vera.

 • Póstþjónusta og áframsending á pósti

 • Ótakmarkaður aðgangur að setustofum á netinu okkar um allan heim

 • Aðgangur að sameiginlegum fundarherbergjum

Sveigjanleiki og frelsi

Með Regus-aðild getur þú unnið hvar og hvernig sem þér hentar. Þú mætir bara í vinnuna á hvaða staðsetningu sem er um heim allan og byrjar að vinna – eins oft og þér hentar.

 • Þú velur um þúsundir staðsetninga

 • Þú greiðir fyrir vinnusvæðið sem þú þarft

 • 5 dagar, 10 dagar eða ótakmarkaður dagafjöldi í mánuði

Fagmannlegt rými til að hittast.

Fundarherbergin okkar eru frábær staður fyrir næstu sölukynningu, viðtal eða vinnustofu. Þeim fylgja nýjustu tæknilausnirnar, vingjarnlegt aðstoðarfólk sem tryggir að allt gangi vel og veitingaþjónusta, ef þess er óskað.

 • Veldu úr þúsundum fundarherbergja

 • Settu herbergið saman eftir þínum þörfum

 • Fjarfundir í boði

Hvar sem er, fyrir hvaða fyrirtæki sem er

Þú vinnur þar sem þinn rekstur flytur þig. Vinnusvæðin okkar eru staðsett í öllum helstu bæjum, borgum og samgöngumiðstöðvum um heim allan. Þannig geta sprotafyrirtæki, alþjóðafyrirtæki og allt þar á milli sinnt sínum rekstri nálægt viðskiptavinum, samstarfsfólki og fjölskyldunni.

Þín vinna á þínum forsendum

Allt sem við bjóðum er með sveigjanlegum samningstíma – í einn dag, eða í mörg ár. Við auðveldum þér að færa þig milli staða eða bæta við vinnusvæðum. Þannig bregst þú hratt og auðveldlega við breyttum þörfum í þínu fyrirtæki.

Minni áhætta, lægri kostnaður

Lausnir okkar fyrir vinnusvæði eru frábær og hagkvæmur valkostur við hefðbundið leigurými fyrir skrifstofur. Kostnaður við uppsetningu er í lágmarki og lág mánaðargreiðsla með ýmiss konar innifalinni þjónustu veitir kostnaðartryggingu og samfelldan sparnað.

Þú hugsar bara um það sem mestu skiptir

Vinnusvæðin okkar eru búin öllu sem til þarf – allt frá húsbúnaði til hjálpfúsa starfsfólksins okkar. Mættu á morgun, fullviss um að allur búnaður, öryggismál, þrif og áreiðanleg tæki séu til staðar og að þú þurfir ekkert að hugsa um nema reksturinn.

Hvar í heiminum vilt þú vinna?

Hnattrænt net vinnusvæða okkar gerir þér kleift að vinna þar sem þú þarft að vera hverju sinni – nærri viðskiptavinum, samstarfsaðilum, birgjum eða heimilinu. Láttu okkur um að finna rétta vinnusvæðið fyrir þig og þinn hóp.

Skrifstofurými

* Allt birt verð gildir þegar fyrirspurn er send, miðað við 24 mánaða samninga. Verð getur tekið breytingum og er mismunandi eftir því hvaða vörur og þjónusta eru valdar. Verð fyrir skrifstofur og sameiginleg vinnusvæði á við um hvern einstakling á mánuði og fer eftir framboði hverju sinni. Skilmálar eiga við.