Our response to COVID-19
Meeting room

Fundarherbergi

Fundarherbergin okkar eru staðsett í öllum stærstu borgum heims, svo þú getur haldið fundi hvar sem þér hentar. Heillaðu viðskiptavinina, haltu frábærar vinnustofur eða magnaða sölukynningu í húsnæði með fullri þjónustu. Bókaðu eftir þörfum, klukkustund fyrir klukkustund, og sérþjálfað aðstoðarfólk okkar verður innan handar til að tryggja að allt gangi vel.

Bóka núna

Fundarherbergin okkar

Við bjóðum upp á fundarherbergi fyrir allar þarfir rekstraraðila. Fáðu frekari upplýsingar um fundarherbergin hér að neðan og bókaðu svo rýmið sem hentar þér, eða bókaðu á ferð og flugi með appinu okkar.

Ráðstefnusalir

Herbergi sem búin eru fyrsta flokks kynningarbúnaði sem hentar vel fyrir næsta viðskiptafund.
 • Háhraðanettenging
 • Sett saman eftir þínum þörfum
 • Tússtöflur og skjávarpar
Bóka núna

Fjölbreytt úrval

Herbergi sem mæta öllum þörfum

Fjölbreytt úrval okkar af fundarherbergjum gerir þér kleift að velja rýmið og staðsetninguna sem henta þér best fyrir næsta fund. Við hjálpum þér að finna fullkomið fundarherbergi til að halda viðburði, einkaherbergi fyrir atvinnuviðtöl eða skapandi rými til að halda kennsluviðburði.

 • Fullbúin rými fyrir samkomur af öllum stærðum
 • Fundaðu í hvaða borg sem er
 • Herbergi fyrir viðburði, fundarherbergi, herbergi fyrir námskeið og fleira
 • Þægilegt og faglegt umhverfi
 • Bókaðu samdægurs eða fyrirfram í gegnum forritið
 • Þaulreyndir ráðgjafar okkar hjálpa þér að finna rétta vinnusvæðið

Hvað er innifalið

Allt er innifalið

Vinnuherbergin okkar eru fullbúin vönduðum húsgögnum og myndfundabúnaði. Þú getur gengið rakleitt inn og haldið árangursríka fundi. Starfsfólk okkar í móttöku býður gesti þína velkomna, en aðstoðarfólkið gerir allt klárt í herberginu og sér til þess að allt gangi vel.

 • Flatskjáir, tússtöflur og flettitöflur
 • Hvíldarsvæði
 • Settu saman fundarherbergi eftir þínu höfði
 • Starfsfólk í móttöku sem tekur á móti gestum
 • Háhraðanettenging
 • Þrautreynt þjónustuteymi innanhúss

Yfirgripsmikil þjónusta

Þjónustan sem þú þarft, þegar þú þarft hana

Þegar þú bókar fundarherbergi hjá okkur færðu aðgang að margs konar þjónustu til að þinn viðburður gangi snurðulaust fyrir sig. Bókaðu með góðum fyrirvara og þá sjáum við til þess að allt sér til reiðu daginn sem þú þarft að nota það.

 • Tölvu- og tækniþjónusta
 • AÐSTOÐ VIÐ UMSJÓN
 • Aukavinnusvæði eftir þörfum
 • Veitingaþjónusta
 • Skjávarpar og annar fundabúnaður

Svör við öllum spurningum um fundarherbergi

Teymið okkar getur svarað öllum þínum spurningum.

Fleiri leiðir til að vinna

 • Skrifstofurými

  Útvegaðu þínu fólki stað til að vinna markvisst, dafna og vaxa, en láttu okkur um smáatriðin.
  Frekari upplýsingar
 • Sameiginleg vinnusvæði

  Vertu hluti af lifandi, sameiginlegu vinnusvæði með sérhönnuðum lausnum eða sameiginlegri aðstöðu.
  Frekari upplýsingar
 • Fjarskrifstofur

  Gerðu þitt fyrirtæki sýnilegt þar sem þér hentar að vera, á frábærum rekstarstaðsetningum.
  Frekari upplýsingar
 • Aðild

  Fáðu aðgang að vinnusvæðum og setustofum okkar um allan heim, eins oft og þú þarft.
  Frekari upplýsingar

* Allt birt verð gildir þegar fyrirspurn er send, miðað við 24 mánaða samninga. Verð getur tekið breytingum og er mismunandi eftir því hvaða vörur og þjónusta eru valdar. Verð fyrir skrifstofur og sameiginleg vinnusvæði á við um hvern einstakling á mánuði og fer eftir framboði hverju sinni. Skilmálar eiga við.