Framúrskarandi vinnusvæði. Frábærir afslættir. 25% afsláttur. *Skilmálar gilda
Meeting room

Fundarherbergi

Fundarherbergin okkar eru staðsett í öllum stærstu borgum heims, svo þú getur haldið fundi hvar sem þér hentar. Heillaðu viðskiptavinina, haltu frábærar vinnustofur eða magnaða sölukynningu í húsnæði með fullri þjónustu. Bókaðu eftir þörfum, klukkustund fyrir klukkustund, og sérþjálfað aðstoðarfólk okkar verður innan handar til að tryggja að allt gangi vel.

Bóka núna

Fundarherbergin okkar

Við bjóðum upp á fundarherbergi fyrir allar þarfir rekstraraðila. Fáðu frekari upplýsingar um fundarherbergin hér að neðan og bókaðu svo rýmið sem hentar þér, eða bókaðu á ferð og flugi með appinu okkar.

Ráðstefnusalir

Herbergi sem búin eru fyrsta flokks kynningarbúnaði sem hentar vel fyrir næsta viðskiptafund.
 • Háhraðanettenging
 • Sett saman eftir þínum þörfum
 • Tússtöflur og skjávarpar
Bóka núna

Fjölbreytt úrval

Herbergi sem mæta öllum þörfum

Fjölbreytt úrval okkar af fundarherbergjum gerir þér kleift að velja rýmið og staðsetninguna sem henta þér best fyrir næsta fund. Við hjálpum þér að finna fullkomið fundarherbergi til að halda viðburði, einkaherbergi fyrir atvinnuviðtöl eða skapandi rými til að halda kennsluviðburði.

 • Fullbúin rými fyrir samkomur af öllum stærðum
 • Fundaðu í hvaða borg sem er
 • Herbergi fyrir viðburði, fundarherbergi, herbergi fyrir námskeið og fleira
 • Þægilegt og faglegt umhverfi
 • Bókaðu samdægurs eða fyrirfram í gegnum forritið
 • Þaulreyndir ráðgjafar okkar hjálpa þér að finna rétta vinnusvæðið

Hvað er innifalið

Allt er innifalið

Vinnuherbergin okkar eru fullbúin vönduðum húsgögnum og myndfundabúnaði. Þú getur gengið rakleitt inn og haldið árangursríka fundi. Starfsfólk okkar í móttöku býður gesti þína velkomna, en aðstoðarfólkið gerir allt klárt í herberginu og sér til þess að allt gangi vel.

 • Flatskjáir, tússtöflur og flettitöflur
 • Hvíldarsvæði
 • Settu saman fundarherbergi eftir þínu höfði
 • Starfsfólk í móttöku sem tekur á móti gestum
 • Háhraðanettenging
 • Þrautreynt þjónustuteymi innanhúss

Yfirgripsmikil þjónusta

Þjónustan sem þú þarft, þegar þú þarft hana

Þegar þú bókar fundarherbergi hjá okkur færðu aðgang að margs konar þjónustu til að þinn viðburður gangi snurðulaust fyrir sig. Bókaðu með góðum fyrirvara og þá sjáum við til þess að allt sér til reiðu daginn sem þú þarft að nota það.

 • Tölvu- og tækniþjónusta
 • AÐSTOÐ VIÐ UMSJÓN
 • Aukavinnusvæði eftir þörfum
 • Veitingaþjónusta
 • Skjávarpar og annar fundabúnaður

Svör við öllum spurningum um fundarherbergi

Teymið okkar getur svarað öllum þínum spurningum.

Við bjóðum vinnuherbergi í ótal stærðum og flest vinnusvæða okkar rúma allt að 21 starfsmann.
Við getum þó tekið við hópum af nánast hvaða stærð sem er, ef þess er óskað.

Það er hægt að bóka öll fundarherbergin okkar klukkustund í senn og þau með búnaði sem auðveldar þér að halda góðan fund, þar á meðal tússtöflu eða flettitöflu. Vettvangsteymið okkar tek á móti þínum gestum og sér til þess að allt sem þú þarft sé til reiðu, sett upp að þínum óskum. Öll herbergin okkar eru með fjarskiptabúnaði fyrir fyrirtæki, þar á meðal háhraða nettengingu, með skjám og skjávörpum ef með þar.

Þegar þú bókar getur þú valið að bæta te- og kaffiþjónustu við fyrir fundinn, sem og allan framsetningarbúnað eða fjarfundarbúnað sem kann að þurfa. Við getum líka útvegað þér veitingaþjónustu – þú þarft bara að gefa okkur minnst 24 klukkustunda fyrirvara. Ef þú þarft tæknilega aðstoð getur vettvangsteymið okkar aðstoðað við að setja upp mynd- og hljóðbúnað og við prentun, skönnun eða aðra umsýslu, eftir atvikum.

Þú getur bókað þitt herbergi á netinu eð sótt appið okkar og bókað á ferð og flugi. Ef þú þarft aðstoð við að finna alveg rétta rýmið getur þú haft samband og þá mun þrautreynt starfsfólk okkar hjálpa þér við leitina og skipuleggja skoðun á herberginu, ef þess er óskað.

Það er hægt að sérsníða öll rýmin okkar og þú getur því valið það vinnuumhverfi sem hentar þínum rekstri. Ef þú ert að leita að einhverju sérstöku skaltu láta okkur vita við bókun, eða hafa samband við vettvangsteymið okkar fyrirfram, þá aðstoðum við með ánægju.

Já, starfsfólk okkar tekur vel á móti gestum þínum í móttökunni og vísar þeim til fundarherbergisins. Starfsfólkið mun einnig gera allt klárt í herberginu og gæta þess að allt gangi vel fyrir sig.
Við sjáum til þess að gestirnir þínir fá bæði mat og drykki - þú þarft bara að velja te og kaffi þegar þú bókar. Vettvangsteymið getur útvegað aðrar veitingar – þú þarft bara að gefa okkur minnst 24 klukkustunda fyrirvara.
Ef engar bókanir berast á eftir þinni bókun getur þú notað fundarherbergið eins lengi og þú vilt þann dag – þá uppfærum við útskráningartíma og kostnað.

Þér er velkomið að bíða á móttökusvæðinu í allt að 30 mínútur áður en fundurinn sem þú bókaðir í herberginu hefst. Þú getur hugsanlega fengið aðgang að herberginu fyrir upphaf bókunartíma, ef engar aðrar bókanir eru til staðar – ráðfærðu þig við móttökustarfsfólk á vinnusvæðinu sem þú valdir.

Þú getur afbókað fundarherbergi að kostnaðarlausu, ef afbókunin berst innan tveggja stunda frá bókun eða innan 20 vinnudaga fyrir notkun herbergis. 
- Ef þú afbókar herbergi 4 vinnudögum fyrir bókaðan tíma þarf að greiða fullt gjald.
- Ef þú afbókar fundarherbergi fyrir 11-20 manns með 9 daga fyrirvara eða skemmri þarf að greiða fullt gjald fyrir herbergið. 
- Ef þú afbókar fundarherbergi fyrir 21 eða fleiri með 19 daga fyrirvara eða skemmri þarf að greiða fullt gjald fyrir herbergið.

Bókaðu fundarherbergi hvar sem þú þarft á að halda

Við getum aðstoðað þig við að finna besta fundarherbergið fyrir þitt fyrirtæki í þjónustuneti okkar á landsvísu eða á þínu svæði.

Fleiri leiðir til að vinna

 • Skrifstofurými

  Útvegaðu þínu fólki stað til að vinna markvisst, dafna og vaxa, en láttu okkur um smáatriðin.
  Frekari upplýsingar
 • Sameiginleg vinnusvæði

  Vertu hluti af lifandi, sameiginlegu vinnusvæði með sérhönnuðum lausnum eða sameiginlegri aðstöðu.
  Frekari upplýsingar
 • Fjarskrifstofur

  Gerðu þitt fyrirtæki sýnilegt þar sem þér hentar að vera, á frábærum rekstarstaðsetningum.
  Frekari upplýsingar
 • Aðild

  Fáðu aðgang að vinnusvæðum og setustofum okkar um allan heim, eins oft og þú þarft.
  Frekari upplýsingar

* Allt birt verð gildir þegar fyrirspurn er send, miðað við 24 mánaða samninga. Verð getur tekið breytingum og er mismunandi eftir því hvaða vörur og þjónusta eru valdar. Verð fyrir skrifstofur og sameiginleg vinnusvæði á við um hvern einstakling á mánuði og fer eftir framboði hverju sinni. Skilmálar eiga við.