Fundarherbergin okkar eru staðsett í öllum stærstu borgum heims, svo þú getur haldið fundi hvar sem þér hentar. Heillaðu viðskiptavinina, haltu frábærar vinnustofur eða magnaða sölukynningu í húsnæði með fullri þjónustu. Bókaðu eftir þörfum, klukkustund fyrir klukkustund, og sérþjálfað aðstoðarfólk okkar verður innan handar til að tryggja að allt gangi vel.
Fjölbreytt úrval
Fjölbreytt úrval okkar af fundarherbergjum gerir þér kleift að velja rýmið og staðsetninguna sem henta þér best fyrir næsta fund. Við hjálpum þér að finna fullkomið fundarherbergi til að halda viðburði, einkaherbergi fyrir atvinnuviðtöl eða skapandi rými til að halda kennsluviðburði.
Hvað er innifalið
Vinnuherbergin okkar eru fullbúin vönduðum húsgögnum og myndfundabúnaði. Þú getur gengið rakleitt inn og haldið árangursríka fundi. Starfsfólk okkar í móttöku býður gesti þína velkomna, en aðstoðarfólkið gerir allt klárt í herberginu og sér til þess að allt gangi vel.
Yfirgripsmikil þjónusta
Þegar þú bókar fundarherbergi hjá okkur færðu aðgang að margs konar þjónustu til að þinn viðburður gangi snurðulaust fyrir sig. Bókaðu með góðum fyrirvara og þá sjáum við til þess að allt sér til reiðu daginn sem þú þarft að nota það.
Teymið okkar getur svarað öllum þínum spurningum.
Við bjóðum vinnuherbergi í ótal stærðum og flest vinnusvæða okkar rúma allt að 21 starfsmann.
Við getum þó tekið við hópum af nánast hvaða stærð sem er, ef þess er óskað.
Það er hægt að bóka öll fundarherbergin okkar klukkustund í senn og þau með búnaði sem auðveldar þér að halda góðan fund, þar á meðal tússtöflu eða flettitöflu. Vettvangsteymið okkar tek á móti þínum gestum og sér til þess að allt sem þú þarft sé til reiðu, sett upp að þínum óskum. Öll herbergin okkar eru með fjarskiptabúnaði fyrir fyrirtæki, þar á meðal háhraða nettengingu, með skjám og skjávörpum ef með þar.
Þú getur bókað þitt herbergi á netinu eð sótt appið okkar og bókað á ferð og flugi. Ef þú þarft aðstoð við að finna alveg rétta rýmið getur þú haft samband og þá mun þrautreynt starfsfólk okkar hjálpa þér við leitina og skipuleggja skoðun á herberginu, ef þess er óskað.
Það er hægt að sérsníða öll rýmin okkar og þú getur því valið það vinnuumhverfi sem hentar þínum rekstri. Ef þú ert að leita að einhverju sérstöku skaltu láta okkur vita við bókun, eða hafa samband við vettvangsteymið okkar fyrirfram, þá aðstoðum við með ánægju.
Þér er velkomið að bíða á móttökusvæðinu í allt að 30 mínútur áður en fundurinn sem þú bókaðir í herberginu hefst. Þú getur hugsanlega fengið aðgang að herberginu fyrir upphaf bókunartíma, ef engar aðrar bókanir eru til staðar – ráðfærðu þig við móttökustarfsfólk á vinnusvæðinu sem þú valdir.
Við getum aðstoðað þig við að finna besta fundarherbergið fyrir þitt fyrirtæki í þjónustuneti okkar á landsvísu eða á þínu svæði.