Framúrskarandi vinnusvæði. Frábærir afslættir. 25% afsláttur. *Skilmálar gilda
Coworking

Sameiginleg vinnusvæði

Sameiginleg vinnusvæði okkar eru hönnuð með samstarf í huga. Þú velur rétta staðinn fyrir þig úr þúsundum staðsetninga um heim allan og hefst handa í lifandi umhverfi fagfólks með svipaðan hugsunarhátt. Þú bókar þitt eigið skrifborð, óformlegt vinnusvæði eða sameiginlega aðstöðu og byrjar að nýta þér fjölbreytta rekstrarmöguleika.

Fá tilboð

Valkostir fyrir sameiginleg vinnusvæði

Við bjóðum ýmsa valkosti fyrir sameiginleg vinnusvæði. Berðu valkostina saman hér á eftir, fáðu frekari upplýsingar og veldu það sem hentar þínu fyrirtæki. Hafðu síðan samband og þá aðstoðar okkar fólk þig við næstu skref.

Aðild að sameiginlegu vinnusvæði

Fáðu aðgang að þúsundum sameiginlegra vinnusvæða fyrir einn dag, fimm, tíu eða ótakmarkaðan dagafjölda í mánuði.
 • Mættu og sestu við samnýtt skrifborð í hvetjandi rými hvar sem þú vilt og hvenær sem þú vilt – um allan heim
 • Í boði í 5, 10 eða ótakmarkaðan fjölda daga í hverjum mánuði
 • Njóttu sérstakra aðildartilboða og fríðinda
Kaupa núna

Sveigjanleiki og valkostir

Þú getur unnið þar sem þér hentar

Við bjóðum gullfalleg og vel hönnuð sameiginleg vinnusvæði okkar um heim allan og þú getur því haldið áfram að vinna, hvar sem þú þarft á að halda. Við bjóðum upp á þúsundir staðsetninga í öllum bæjum, borgum og samgöngumiðstöðvum.

 • Veldu hvort þú vinnur á opnu vinnusvæði eða samnýttri skrifstofu
 • Bókaðu skrifborð í nokkrar klukkustundir, daga eða mánuði
 • Fáðu skrifborð sem er frátekið fyrir þig
 • Eða veldu sameiginlega aðstöðu á stað að þínu vali
 • Aðgangur að setustofum á neti Regus um allan heim
 • Aðgangur að setustofu á flugvelli með ókeypis DragonPass

Lifandi samfélag

Vertu hluti af lifandi samfélagi

Öll vinnusvæðin okkar eru skapandi og kraftmikill heimavöllur fyrir mismunandi fyrirtæki Starfaðu samhliða og með öðru fagfólki í gegnum ýmsa tengslamyndunarviðburði okkar. Vertu hluti af lifandi, alþjóðlegu samfélagi 2,5 milljóna fagmanna og skapaðu ný tækifæri fyrir þitt fyrirtæki.

 • Fagleg og félagsleg vinnusvæði
 • Reglulegir viðburðir til að mynda tengsl og læra eitthvað nýtt
 • Starfaðu á stöðum sem eru í hjarta þinnar atvinnugreinar
 • Sameiginleg minni svæði til að hitta aðra og vinna saman

Hvað er innifalið

Allt sem þú þarft til að hefja störf

Á sameiginlegum vinnusvæðum okkar er búið að sjá fyrir öllu og við erum með þrautreynt aðstoðarfólk innan handar, til að tryggja að allt gangi vel fyrir sig. Þú mætir bara og byrjar að vinna, við sjáum um allt annað.

 • Sérþjálfuð móttöku- og þjónustuteymi
 • Þrif, aðstaða og öryggi
 • Heimilisfang fyrir fyrirtæki og umsjón með pósti
 • Örugg, fyrsta flokks tækni og þráðlaust net
 • Prentarar og aðgangur að aðstoð við umsýslu
 • Stjórnaðu reikningnum þínum og bókunum með Regus-appinu

Svör við öllum spurningum um sameiginleg vinnusvæði

Teymið okkar getur svarað öllum þínum spurningum.

Sameiginleg vinnusvæði eru skrifborð – eitt eða fleiri – sem þú og þitt starfsfólk getið fengið afnot af í samnýttu vinnuumhverfi. Þetta getur verið á opnu vinnusvæði, innan um aðra starfsmenn, eða inni í herbergi sem þið deilið með öðrum fyrirtækjum. Ef þú þarft einkaskrifstofu sem aðeins er fyrir þig og þitt starfsfólk skaltu velja eina af skrifstofum okkar. Hvort tveggja er í boði á öllum okkar staðsetningum og þú þarft því aðeins að velja það sem hentar þínu fólki best.
Þínu skrifborði á sameiginlegu vinnusvæði fylgir faglegt starfsfólk í móttöku, umsjón með pósti, háhraða WiFi-nettenging, þrif, viðhald, afnot af fyrirtækisaðsetri, afnot af sameiginlegu eldhúsi með te- og kaffiaðstöðu, tveggja tíma aðgangur að sameiginlegu fundarherbergi daglega og ótakmarkaður aðgangur að setustofuneti okkar um heim allan – og þetta er allt innifalið í einu heildargjaldi.
Á sameiginlegu vinnusvæði stendur þér til boða að bæta við prent- og skönnunaraðstöðu, heildstæðri símsvörun, framsendingu á pósti, nýmöluðu kaffi, sérsniðnum húsgögnum og búnaði og víðtækari afnotum af fundarherbergum.
Sameiginleg vinnusvæði eiga að vera sveigjanleg. Valkostir okkar fyriraðild að sameiginlegum vinnusvæðum gera þér kleift að mæta á staðinn og byrja að vinna, hvar sem þér hentar – heima eða hinum megin á hnettinum. Þú bókar bara rými og greiðir eftir notkun, eða velur fimm, tíu eða ótakmarkaðan fjölda heimsókna á mánuði. Samnýttu skrifborð eða bókaðu eigið skrifborð á einum stað, sem við getum auðveldlega fært yfir í annað vinnusvæði án aukagjalds, ef þú þarft að skipta um staðsetningu.
Ekkert mál. Við vitum að þínar þarfir geta breyst fyrirvaralaust og færum því skrifborðið þinn á aðra staðsetningu, án viðbótargjalds.
Með eigin skrifborði á sameiginlegu vinnusvæði sem aðeins þú notar, þá daga sem þú kýst á því vinnusvæði sem þú kýst helst. Þú getur líka geymt persónulega muni og tölvubúnað þar. Samnýtt skrifborð á sameiginlegu vinnusvæði þýðir að þú hefur aðgang að skrifborði á tilteknu vinnusvæði, en getur notað mismunandi skrifborð í hvert sinn. Hvorn kostinn sem þú velur getur þú ýmist unnið á opnu svæði eða á samnýttri skrifstofu.
Sameiginleg vinnusvæði okkar henta vel minni starfsmannahópum sem þurfa bara nokkur skrifborð. Þegar reksturinn eykst og fyrirtækið stækkar vilt þú hugsanlega skipta yfir í einkaskrifstofu, sem þú getur mótað að eigin þörfum. En ef þú kýst fremur sameiginleg vinnusvæði getum við komið til móts við það.

Sameiginlegt vinnusvæði hvar sem þú þarft á því að halda

Við getum aðstoðað þig við að finna besta sameiginlega vinnusvæðið fyrir þitt fyrirtæki í þjónustuneti okkar á landsvísu eða á þínu svæði.

Fleiri leiðir til að vinna

 • Skrifstofurými

  Útvegaðu þínu fólki stað til að vinna markvisst, dafna og vaxa, en láttu okkur um smáatriðin.
  Frekari upplýsingar
 • Fjarskrifstofur

  Gerðu þitt fyrirtæki sýnilegt þar sem þér hentar að vera, á frábærum rekstarstaðsetningum.
  Frekari upplýsingar
 • Aðild

  Fáðu aðgang að vinnusvæðum og setustofum okkar um allan heim, eins oft og þú þarft.
  Frekari upplýsingar
 • Fundarherbergi

  Fullbúin herbergi fyrir starfsmannaþjálfunina, viðtalið eða sölukynninguna, hvar sem þú þarft að nálgast rýmið.
  Frekari upplýsingar

* Allt birt verð gildir þegar fyrirspurn er send, miðað við 24 mánaða samninga. Verð getur tekið breytingum og er mismunandi eftir því hvaða vörur og þjónusta eru valdar. Verð fyrir skrifstofur og sameiginleg vinnusvæði á við um hvern einstakling á mánuði og fer eftir framboði hverju sinni. Skilmálar eiga við.