Our response to COVID-19
Coworking

Sameiginleg vinnusvæði

Sameiginleg vinnusvæði okkar eru hönnuð með samstarf í huga. Þú velur rétta staðinn fyrir þig úr þúsundum staðsetninga um heim allan og hefst handa í lifandi umhverfi fagfólks með svipaðan hugsunarhátt. Þú bókar þitt eigið skrifborð, óformlegt vinnusvæði eða sameiginlega aðstöðu og byrjar að nýta þér fjölbreytta rekstrarmöguleika.

Fá tilboð

Sveigjanleiki og valkostir

Þú getur unnið þar sem þér hentar

Við bjóðum gullfalleg og vel hönnuð sameiginleg vinnusvæði okkar um heim allan og þú getur því haldið áfram að vinna, hvar sem þú þarft á að halda. Við bjóðum upp á þúsundir staðsetninga í öllum bæjum, borgum og samgöngumiðstöðvum.

 • Veldu hvort þú vinnur á opnu vinnusvæði eða samnýttri skrifstofu
 • Bókaðu skrifborð í nokkrar klukkustundir, daga eða mánuði
 • Fáðu skrifborð sem er frátekið fyrir þig
 • Aðgangur að setustofum á neti Regus um allan heim
 • Eða veldu sameiginlega aðstöðu á stað að þínu vali
 • Aðgangur að setustofu á flugvelli með ókeypis DragonPass

Lifandi samfélag

Vertu hluti af lifandi samfélagi

Öll vinnusvæðin okkar eru skapandi og kraftmikill heimavöllur fyrir mismunandi fyrirtæki Starfaðu samhliða og með öðru fagfólki í gegnum ýmsa tengslamyndunarviðburði okkar. Vertu hluti af lifandi, alþjóðlegu samfélagi 2,5 milljóna fagmanna og skapaðu ný tækifæri fyrir þitt fyrirtæki.

 • Fagleg og félagsleg vinnusvæði
 • Reglulegir viðburðir til að mynda tengsl og læra eitthvað nýtt
 • Starfaðu á stöðum sem eru í hjarta þinnar atvinnugreinar
 • Sameiginleg minni svæði til að hitta aðra og vinna saman

Hvað er innifalið

Allt sem þú þarft til að hefja störf

Á sameiginlegum vinnusvæðum okkar er búið að sjá fyrir öllu og við erum með þrautreynt aðstoðarfólk innan handar, til að tryggja að allt gangi vel fyrir sig. Þú mætir bara og byrjar að vinna, við sjáum um allt annað.

 • Sérþjálfað móttöku- og þjónustuteymi
 • Þrif, aðstaða og öryggi
 • Heimilisfang fyrir fyrirtæki og umsjón með pósti
 • Örugg, fyrsta flokks tækni og þráðlaust net
 • Prentarar og aðgangur að aðstoð við umsýslu
 • Stjórnaðu reikningnum þínum og bókunum með Regus-appinu

Svör við öllum spurningum um sameiginleg vinnusvæði

Teymið okkar getur svarað öllum þínum spurningum.

Fleiri leiðir til að vinna

 • Skrifstofurými

  Útvegaðu þínu fólki stað til að vinna markvisst, dafna og vaxa, en láttu okkur um smáatriðin.
  Frekari upplýsingar
 • Fjarskrifstofur

  Gerðu þitt fyrirtæki sýnilegt þar sem þér hentar að vera, á frábærum rekstarstaðsetningum.
  Frekari upplýsingar
 • Aðild

  Fáðu aðgang að vinnusvæðum og setustofum okkar um allan heim, eins oft og þú þarft.
  Frekari upplýsingar
 • Fundarherbergi

  Fullbúin herbergi fyrir starfsmannaþjálfunina, viðtalið eða sölukynninguna, hvar sem þú þarft að nálgast rýmið.
  Frekari upplýsingar

* Allt birt verð gildir þegar fyrirspurn er send, miðað við 24 mánaða samninga. Verð getur tekið breytingum og er mismunandi eftir því hvaða vörur og þjónusta eru valdar. Verð fyrir skrifstofur og sameiginleg vinnusvæði á við um hvern einstakling á mánuði og fer eftir framboði hverju sinni. Skilmálar eiga við.