Þú getur hannað sérsníðanlega skrifstofu sem passar fullkomlega við vörumerkið þitt. Breyttu uppsetningunni og lagaðu hönnun skrifstofunnar að þörfum teymisins. Bættu svo við vörumerki og stíl fyrirtækisins. Fylltu upp í rýmið með húsgögnum, tæknilausnum og geymslumöguleikum að þínu vali. Margir af möguleikunum í „Hannaðu skrifstofuna þína“ eru innifaldir í verðinu svo þetta er hagkvæm leið til að sérsníða hönnun skrifstofunnar að þínum þörfum.
Að finna skipulagið og útlitið sem hentar einmitt þínum rekstri er lykilatriði til að reksturinn gangi sem best. Að bæta fundarherbergjum, hvíldarsvæðum, lokuðum skrifstofum eða jafnvel einkamóttökusvæði við þitt skipulag getur breytt miklu um það hvernig þú vinnur – og hvernig ímynd þú skapar þér og þínu fyrirtæki.
Skrifstofurnar okkar eru ekki bara glæsilegar, heldur hjálpa þér að sinna daglegum störfum betur. Og ef þess þarf erum við og hjálpsama sérfræðiteymið okkar til staðar til að veita enn meiri aðstoð.
Við hjálpum þér að halda kostnaðinum í lágmarki þegar við setjum upp sérsniðna skrifstofu fyrir þig. Mánaðarlega gjaldið er með öllu inniföldu, og margir valkostanna í „Hannaðu þína skrifstofu“ fylgja einnig með þegar þú undirritar sex mánaða samning.
Finnurðu ekki svar við spurningunni? Hafðu samband við starfsfólk okkar sem mun aðstoða þig með glöðu geði.
Fylgdu þessum fimm einföldu skrefum til að sérsníða þitt vinnusvæði:
1. Lýstu fyrir okkur hvernig þitt starfsfólk vill helst vinna og hvernig umhverfi þú vilt skapa.
2. Taktu ákvörðun um hvort þú vilt vinna í samstarfshvetjandi umhverfi eða á einkaskrifstofu.
3. Veldu húsgögn, þ.m.t. gerð skrifborðs og ýmsa fylgihluti.
4. Veldu skreytingar fyrir skrifstofurýmið.
5. Við sjáum um að panta, setja upp og ganga frá öllu.Regus býður upp á sérsníðanlegar skrifstofur í öllum helstu bæjum og borgum um heim allan. Spjallaðu við einn sérfræðinganna okkar til að kynna þér málið.