home Icon
 • Skrifstofurými
 • Sérsniðnar skrifstofur
home Icon

Sérsniðnar skrifstofur

Þú getur hannað sérsníðanlega skrifstofu sem passar fullkomlega við vörumerkið þitt. Breyttu uppsetningunni og lagaðu hönnun skrifstofunnar að þörfum teymisins. Bættu svo við vörumerki og stíl fyrirtækisins. Fylltu upp í rýmið með húsgögnum, tæknilausnum og geymslumöguleikum að þínu vali. Margir af möguleikunum í „Hannaðu skrifstofuna þína“ eru innifaldir í verðinu svo þetta er hagkvæm leið til að sérsníða hönnun skrifstofunnar að þínum þörfum.
Fá tilboð
phone iconHringdu+44 20 3839 9912

Nútímaleg hönnun skrifstofurýmis getur verið hvetjandi og eflandi fyrir starfsfólkið þitt. Og 90% allra húsgagnanna sem við bjóðum eru í boði án neins viðbótargjalds.

Skipulagning skrifstofurýmis, eftir þínu höfði

Að finna skipulagið og útlitið sem hentar einmitt þínum rekstri er lykilatriði til að reksturinn gangi sem best. Að bæta fundarherbergjum, hvíldarsvæðum, lokuðum skrifstofum eða jafnvel einkamóttökusvæði við þitt skipulag getur breytt miklu um það hvernig þú vinnur – og hvernig ímynd þú skapar þér og þínu fyrirtæki.

 • flexibleÞú getur innréttað allt eftir eigin höfði, þ.m.t. litavali og vörumerki
 • ContractSérsniðin uppsetning tæknibúnaðar, hönnuð eftir þínum þörfum.
 • Design OfficeVeldu stærð og stíl skrifborðs
 • LoungesVönduð og vinnuvistvæn húsgögn frá fyrsta flokks framleiðendum
 • checkVeldu fylgihluti úr breiðu úrvali
 • Office deskGeymslukostir sem henta þörfum teymisins

Sérsniðin skrifstofa frá A til Ö, með allri nauðsynlegri þjónustu

Skrifstofurnar okkar eru ekki bara glæsilegar, heldur hjálpa þér að sinna daglegum störfum betur. Og ef þess þarf erum við og hjálpsama sérfræðiteymið okkar til staðar til að veita enn meiri aðstoð.

 • Low riskMóttökuritarar sem aðstoða þig og taka á móti gestum
 • SupportFagleg tölvu-og stuðningsþjónusta
 • Move inAðild að setustofum okkar um allan heim
 • Business loungeAðgangur að fundarherbergjum og hvíldarsvæðum er innifalinn
 • CleanÞrif-, viðhalds- og öryggisþjónusta er innifalin
 • DiscountÚrval afslátta og viðburða fyrir tengslamyndun í boði

Hvernig getur sérsniðin skrifstofa nýst þér?

Gerðu skrifstofurýmið þitt enn betra og fallegra með því að láta mála veggina og hafa kennimerki fyrirtækisins sýnileg. Þú getur einnig valið hentugustu húsgögnin, tæknilausnirnar og geymslulausnirnar úr stóra vörulistanum okkar fyrir „Hannaðu þína skrifstofu“ - og margir valkostanna þar eru innifaldir í verðinu.

Fá ráðgjöf hjá sérfræðingi >
Gerðu skrifstofuna klára í þremur skrefum
1. Þú ákveður hvernig sérsniðna skrifstofan getur nýst þér best
Þú ákveður hvar þú vilt helst vinna, hversu margir þurfa að fá aðgang að vinnurýminu og hvaða þjónusta og aðstaða er nauðsynleg fyrir þig og þitt fólk.
2. Þú hannar skrifstofu þar sem þú ert eins og heima hjá þér
Veldu stíl og skipulag sem hentar þínum starfsmannahópi. Og  veldu einkennisliti og kennimerki sem endurspegla fyrirtækið og ímynd þess.   
3. Við sjáum um að sérsníða rýmið að þínum þörfum
Og loks þarftu bara að skrá þig,  að því loknu getur þú flutt inn. Við komum öllu fyrir á sérsniðnu skrifstofunni og hugum að hverju smáatriði. 

Sérsniðin skrifstofa er ekki eins dýr og þú kannski heldur

Við hjálpum þér að halda kostnaðinum í lágmarki þegar við setjum upp sérsniðna skrifstofu fyrir þig. Mánaðarlega gjaldið er með öllu inniföldu, og margir valkostanna í „Hannaðu þína skrifstofu“ fylgja einnig með þegar þú undirritar sex mánaða samning.

 • No capitalMinni fyrirframgreiddur fyrirtækjakostnaður felur í sér að sérinnréttuð skrifstofa er á viðráðanlegra verði
 • PlaceholderMinni áhætta fyrir fyrirtækið vegna sveigjanlegs samnings og endurnýjunarskilmála
 • Design OfficeÞað er auðveldara að stjórna mánaðarlegum kostnaði þar sem allt er innifalið
 • scaleÞú getur fært út kvíarnar og flutt þig um stað eftir því sem fyrirtækið vex

Við erum tilbúin til að svara öllum spurningum þínum um leigu á sérsniðnu skrifstofurými

Finnurðu ekki svar við spurningunni? Hafðu samband við starfsfólk okkar sem mun aðstoða þig með glöðu geði.
Á sérsniðinni skrifstofu getur þú, ólíkt skrifstofum sem eru tilbúnar til notkunar hvenær sem er, nýtt þér mismunandi hönnunarlausnir okkar til að:
Valið skipulag sem hentar þínu fyrirtæki
Sett upp sérvalinn tæknibúnað
Bætt við fundar- og samstarfsherbergjum
Valið vönduð og þægileg húsgögn, fylgihluti og geymslulausnir frá traustum samstarfsaðilum okkar
Merkt skrifstofuna þína að innan með lógói og kennimerkjum þíns fyrirtækis.
Fylgdu þessum fimm einföldu skrefum til að sérsníða þitt vinnusvæði:
1. Lýstu fyrir okkur hvernig þitt starfsfólk vill helst vinna og hvernig umhverfi þú vilt skapa.
2. Taktu ákvörðun um hvort þú vilt vinna í samstarfshvetjandi umhverfi eða á einkaskrifstofu.
3. Veldu húsgögn, þ.m.t. gerð skrifborðs og ýmsa fylgihluti.
4. Veldu skreytingar fyrir skrifstofurýmið.
5. Við sjáum um að panta, setja upp og ganga frá öllu.
Sérsniðin skrifstofa auðveldar öll þau fjölbreyttu störf sem þinn rekstur krefst. Hvort sem er við þróttmikið samstarf og félagslíf eða að aðstoða aðra við að einbeita sér og auka færni sína ætti skrifstofurýmið að stuðla að vellíðan þinna starfsmanna og næra fyrirtækismenninguna.
Sérsniðnar skrifstofur okkar eru með húsgögnum, búnaði og aukahlutum frá fyrirtækjum eins og Steelcase, Coalesse, Vitra og Bolia.
Gott skrifstofurými er rými sem er hannað til að mæta þörfum þíns fyrirtækis og skapar fullkomið umhverfi fyrir starfsfólkið þitt og þeirra störf. Þess vegna vinnum við með okkar viðskiptavinum og hjálpum þeim að finna lausnina sem hentar einmitt þeim.
Við hittumst á samráðsfundi og hjálpum þér að finna skilvirkustu leiðina til að nýta þér sérsniðnu skrifstofuna þína. Þú gætir til dæmis útbúið blandað vinnurými, bætt við fundarherbergjum, sameiginlegum vinnusvæðum eða einkaskrifstofum. Hvað sem þú kýst að gera munum við sjá til þess að nýja skrifstofan þín virki eins og vera ber.

Við hjálpum þér að finna réttu skrifstofuna til að sérsníða að þínum þörfum

Regus býður upp á sérsníðanlegar skrifstofur í öllum helstu bæjum og borgum um heim allan. Spjallaðu við einn sérfræðinganna okkar til að kynna þér málið.

* Allt birt verð gildir þegar fyrirspurn er send, miðað við 24 mánaða samninga. Verð getur tekið breytingum og er mismunandi eftir því hvaða vörur og þjónusta eru valdar. Verð fyrir skrifstofur og sameiginleg vinnusvæði á við um hvern einstakling á mánuði og fer eftir framboði hverju sinni. Skilmálar eiga við.