Framúrskarandi vinnusvæði. Frábærir afslættir. 25% afsláttur. *Skilmálar gilda
Office space

Skrifstofurými

Komdu fyrirtækinu þínu vel fyrir með einkaskrifstofu í einhverri af viðskiptamiðstöðvum okkar. Skrifstofur með þjónustu eru með allt til reiðu fyrir þig - allt frá húsgögnum yfir í háhraðanettengingu með Wi-Fi - til að þú getir einbeitt þér að því að reka fyrirtækið þitt með sem bestum árangri. Finndu sveigjanlegt skrifstofurými til leigu, fyrir einn dag í senn eða til frambúðar, og lagaðu það að þörfum þíns fyrirtækis.

Fá tilboð

Skrifstofur í boði

Við bjóðum ýmsa valkosti fyrir skrifstofur. Berðu valkostina saman hér á eftir, fáðu frekari upplýsingar og veldu það sem hentar þínu fyrirtæki. Hafðu síðan samband og þá aðstoðar okkar fólk þig við næstu skref.

Skrifstofur með þjónustu

Fullbúnar einkaskrifstofur sem eru tilbúnar til notkunar, með allt til reiðu
 • Vönduð húsgögn
 • Aðstaða og þjónusta innifalin
 • Vingjarnlegt þjónustuteymi á staðnum
Nánar um skrifstofur með þjónustu

Sveigjanleiki

Rýmin okkar vinna af kappi fyrir þig

Björt og nærandi skrifstofurými okkar eru hönnuð til að auðvelda öllum að skila sínu besta. Skrifstofan er tilbúin og þú getur líka sérvalið útlit og húsgögn, í anda þíns fyrirtækis. Og svo mætir þú bara í vinnuna.

 • Sveigjanleg uppsetning
 • Hvíldarsvæði
 • Skrifstofur í öllum stærðum – bættu við plássi eða færðu þig á milli án vandræða
 • Sérsníddu vinnusvæðið fyrir vörumerkið og fyrirtækismenninguna
 • Aðgangur að setustofum og fundarherbergjum
 • Vönduð og þægileg húsgögn

Hvað er innifalið

Allt sem þú þarft til að hefja störf

Vinnusvæðin okkar eru með öllum nauðsynlegum húsgögnum, þjónustu og öðru sem til þarf. Þrautreynt starfsfólk okkar veitir aðstoð á öllum tímum dagsins og sér til þess að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Þú mætir bara og byrjar að vinna – og setur þitt fyrirtæki í fyrsta gír.

 • Starfsmaður í móttöku sem tekur á móti gestum
 • Þrif, aðstaða og öryggi
 • Örugg, fyrsta flokks tölvukerfi
 • Heimilisfang fyrir fyrirtæki og umsjón með pósti
 • Aðgangur að prenturum og skönnum
 • Umsjónarþjónusta

Svör við öllum spurningum um skrifstofurými

Teymið okkar getur svarað öllum þínum spurningum.

Þér stendur til boða að bæta við prent- og skönnunaraðstöðu, heildstæðri símsvörun, framsendingu á pósti, nýmöluðu kaffi og tei, veitingaþjónustu, sérsniðinni skrifstofu með húsgögnum og búnaði og enn víðtækari afnotum af fundarherbergum.
Við vitum að lítil fyrirtæki eru oft hikandi við miklar skuldbindingar. Sveigjanlegu samningarnir okkar gera þér kleift að leigja rými á þeim skilmálum sem henta þér núna - í allt frá nokkrar vikur upp í nokkra mánuði. Við bjóðum einnig aðild sem gerir þér kleift að borga aðeins fyrir það sem þú þarft.
Öll vinnusvæðin okkar eru búin þægilegum húsgögnum og látlausum innréttingum, en við vitum líka að það er mikilvægt að skapa sér rými með persónulegu yfirbragði. Þú getur sett mark þitt á rýmið með eigin vörumerki, eða notað sérsniðna skrifstofu þar sem þú getur mótað eigið vinnusvæði og val á húsbúnaði, til að endurspegla þitt fyrirtæki og ykkar menningu.
Já. Við bjóðumaðildarsamninga sem gera þér og þínu fólki kleift að vinna án hindrana. Þín bíður einkaskrifstofa, hvar sem þér hentar að vera. Þú velur bara hvort þú vilt fá fimm, tíu eða ótakmarkaðan fjölda heimsókna á mánuði.
Öll vinnusvæðin okkar eru lifandi vettvangur mismunandi fyrirtækja, með fjölda setustofa og sameiginlegra svæða til að sem nota má í pásum, við tengslamyndun og til að eiga samskipti við aðra. Ef þú vilt ekki einkaskrifstofu betur þú bókað skrifborð (eitt eða fleiri) á samnýttri skrifstofu og unnið í sama rými og önnur fyrirtæki, eða á opnu, sameiginlegu vinnusvæði.

Skrifstofurými hvar sem þú þarft á því að halda

Við getum aðstoðað þig við að finna besta skrifstofurýmið fyrir þitt fyrirtæki í þjónustuneti okkar á landsvísu eða á þínu svæði.

Fleiri leiðir til að vinna

 • Sameiginleg vinnusvæði

  Vertu hluti af lifandi, sameiginlegu vinnusvæði með sérhönnuðum lausnum eða sameiginlegri aðstöðu.
  Frekari upplýsingar
 • Fjarskrifstofur

  Gerðu þitt fyrirtæki sýnilegt þar sem þér hentar að vera, á frábærum rekstarstaðsetningum.
  Frekari upplýsingar
 • Aðild

  Fáðu aðgang að vinnusvæðum og setustofum okkar um allan heim, eins oft og þú þarft.
  Frekari upplýsingar
 • Fundarherbergi

  Fullbúin herbergi fyrir starfsmannaþjálfunina, viðtalið eða sölukynninguna, hvar sem þú þarft að nálgast rýmið.
  Frekari upplýsingar

* Allt birt verð gildir þegar fyrirspurn er send, miðað við 24 mánaða samninga. Verð getur tekið breytingum og er mismunandi eftir því hvaða vörur og þjónusta eru valdar. Verð fyrir skrifstofur og sameiginleg vinnusvæði á við um hvern einstakling á mánuði og fer eftir framboði hverju sinni. Skilmálar eiga við.