Our response to COVID-19
Membership

Aðild

Aðildarkostir okkar gefa þér sveigjanleika til að velja hvernig, hvenær og hvar þú vinnur. Fáðu aðgang að setustofum, sameiginlegum vinnusvæðum eða skrifstofum okkar um allan heim. Þú ferð bara á þann stað sem þú vilt þegar þig vantar stað til að vinna á.

Kaupa núna

Sveigjanleiki og frelsi

Vinnusvæði, þar sem og þegar þú þarfnast þess

Með aðild að Regas færðu aðgang að vinnusvæðum á þúsundum staða víðsvegar um heim. Þú getur unnið í einhverri af setustofum okkar, tekið frá fast skrifborð eða skrifborð í líflegu sameiginlegu aðstöðunni okkar eða leigt þína eigin skrifstofu. Greiddu fyrir daginn á afsláttarverði eða veldu fimm daga, tíu daga eða ótakmarkaðan dagafjölda á mánuði.

  Fríðindi

  Meira en bara staður til að vinna á

  Sem meðlimur tekur þú þátt í blómlegu og samhentu samfélagi svipað þenkjandi fólks og færð tækifæri til að mynda ný sambönd, hvar sem reksturinn er. Fáðu aðgang að vinnusvæðum með fullri þjónustu og þaulvönum þjónustuaðilum á staðnum sem tryggja að dagurinn gangi snurðulaust fyrir sig. Aðildin hefur líka ýmis önnur fríðindi í för með sér:

  • Aðgangur að setustofum á neti Regus um allan heim
  • Sérstök fríðindi frá samstarfsaðilum á sviði heilsu og lífsstíls
  • Samstarf við DragonPass og PPG fyrir aðgang að setustofum á flugvöllum
  • Afslættir af fyrirtækjaþjónustu frá alþjóðlegum samstarfsaðilum
  • Aðgangur að Regus Express á alþjóðlegum samgöngumiðstöðvum
  • Reglulegir tengslamyndunarviðburðir og félagslegir viðburðir

  Regus-appið

  Bókaðu á ferðinni

  Þegar þú hefur stofnað reikning getur þú pantað þitt svæði á hvaða vinnusvæði okkar sem er með því að nota okkar alhliða app. Þú færð að sjá hvað er laust í rauntíma og bókar þitt skrifborð eða skrifstofu samdægurs, eða á ferð og flugi. Með appinu er auðvelt að sinna rekstrinum því þú getur haft umsjón með þínum reikningi og þínum bókunum á einum og sama staðnum.

   Svör við spurningum um aðild

   Teymið okkar getur svarað öllum þínum spurningum.

   Fleiri leiðir til að vinna

   • Skrifstofurými

    Útvegaðu þínu fólki stað til að vinna markvisst, dafna og vaxa, en láttu okkur um smáatriðin.
    Frekari upplýsingar
   • Sameiginleg vinnusvæði

    Vertu hluti af lifandi, sameiginlegu vinnusvæði með sérhönnuðum lausnum eða sameiginlegri aðstöðu.
    Frekari upplýsingar
   • Fjarskrifstofur

    Gerðu þitt fyrirtæki sýnilegt þar sem þér hentar að vera, á frábærum rekstarstaðsetningum.
    Frekari upplýsingar
   • Fundarherbergi

    Fullbúin herbergi fyrir starfsmannaþjálfunina, viðtalið eða sölukynninguna, hvar sem þú þarft að nálgast rýmið.
    Frekari upplýsingar

   * Allt birt verð gildir þegar fyrirspurn er send, miðað við 24 mánaða samninga. Verð getur tekið breytingum og er mismunandi eftir því hvaða vörur og þjónusta eru valdar. Verð fyrir skrifstofur og sameiginleg vinnusvæði á við um hvern einstakling á mánuði og fer eftir framboði hverju sinni. Skilmálar eiga við.