Aðildarkostir okkar gefa þér sveigjanleika til að velja hvernig, hvenær og hvar þú vinnur. Fáðu aðgang að setustofum, sameiginlegum vinnusvæðum eða skrifstofum okkar um allan heim. Þú ferð bara á þann stað sem þú vilt þegar þig vantar stað til að vinna á.
Sveigjanleiki og frelsi
Með aðild að Regas færðu aðgang að vinnusvæðum á þúsundum staða víðsvegar um heim. Þú getur unnið í einhverri af setustofum okkar, tekið frá fast skrifborð eða skrifborð í líflegu sameiginlegu aðstöðunni okkar eða leigt þína eigin skrifstofu. Greiddu fyrir daginn á afsláttarverði eða veldu fimm daga, tíu daga eða ótakmarkaðan dagafjölda á mánuði.
Fríðindi
Sem meðlimur tekur þú þátt í blómlegu og samhentu samfélagi svipað þenkjandi fólks og færð tækifæri til að mynda ný sambönd, hvar sem reksturinn er. Fáðu aðgang að vinnusvæðum með fullri þjónustu og þaulvönum þjónustuaðilum á staðnum sem tryggja að dagurinn gangi snurðulaust fyrir sig. Aðildin hefur líka ýmis önnur fríðindi í för með sér:
Regus-appið
Þegar þú hefur stofnað reikning getur þú pantað þitt svæði á hvaða vinnusvæði okkar sem er með því að nota okkar alhliða app. Þú færð að sjá hvað er laust í rauntíma og bókar þitt skrifborð eða skrifstofu samdægurs, eða á ferð og flugi. Með appinu er auðvelt að sinna rekstrinum því þú getur haft umsjón með þínum reikningi og þínum bókunum á einum og sama staðnum.
Teymið okkar getur svarað öllum þínum spurningum.