Ertu að leita að fullbúinni einkaskrifstofu til leigu? Stað þar sem þú getur lokað að þér og lagt áherslu á að gera það sem þú gerir best? Fyrirtækið þitt getur fengið traustan samastað sem hægt er að flytja inn í strax og hentar hópum af öllum stærðum. Einkaskrifstofurnar okkar eru fallega hannaðar og með fullri þjónustu þar sem líka er hægt að fá aðgang að eldhúsaðstöðu, fundarherbergjum og setustofum um allan heim.
Það er alveg nógu flókið að reka heilt fyrirtæki. Einkaskrifstofurnar okkar bjóða upp á allt sem þú þarft til að byrja strax að vinna, gegn einföldu mánaðargjaldi. Við bjóðum allt frá þægilegum, vinnuvistfræðilega hönnuðum húsgögnum til nýjustu tæknilausna, og þú getur líka nýtt þér samstarfssvæði og setustofur um heim allan.
Allar einkaskrifstofurnar okkar eru með sveigjanlegum skilmálum. Þannig getur þú bætt við plássi þegar umsvifin aukast, fært þig á nýja staðsetningu eða opnað nýja skrifstofu í öðrum bæ, eða öðru landi, ef þess gerist þörf.
Veldu staðsetningu fyrir vinnusvæðið þitt, láttu okkur vita hvað þú ert með marga starfsmenn og hvaða þjónustu þitt fólk þarf til að geta unnið sín störf sem best.
Áskrift að Regus-skrifstofupakka gerir þér haga vinnunni eins og þú kýst helst, á yfir 4000 staðsetningum um heim allan. Með áskrift að Regus-skrifstofu færðu aðgang að skrifstofu á dagleigu í 5, 10 eða ótakmarkaðan fjölda daga í hverjum mánuði fyrir eitt verð.
Þaulreynt teymi okkar er albúið til að svara þér, hér og nú.
Einkaskrifstofurnar okkar geta verið margs konar rými með skrifborðum:
Opið skrifstofurými – hentar vel einstaklingi sem vinnur í opnu rými
Einstaklingsskrifstofa – afmarkað rými fyrir einn starfsmann
Einstaklingskrifstofa með aukarými – til dæmis hvíldar- eða samstarfsrými
Stjórnandaskrifstofa með aukarými – stórt rými með hvíldar- eða samstarfsrými
Forstjóraskrifstofa – stórt rými með frábæru útsýni og hvíldar- eða samstarfsrými
Skoðaðu alþjóðleg og staðbundin skrifstofurými á yfir 4000 stöðum til að finna fyrirtækinu þínu heimili.