Our response to COVID-19
Virtual office

Fjarskrifstofur

Gerðu fyrirtækið sýnilegt með hraði, hvar sem er í heiminum. Fjarskrifstofurnar okkar eru staðsettar í öllum helstu bæjum og borgum og þú getur því stundað þinn rekstur á faglegan hátt hvar sem þér hentar best. Veldu nýtt sýndarheimilisfang fyrir fyrirtækið þitt og byggðu upp eigin áætlun með áframsendingu pósts og símaþjónustu eins og þú þarft á að halda.

Kaupa núna

Fjarskrifstofur í boði

Pakkar fyrir fjarskrifstofur okkar gefa þér svigrúm til að velja þá þjónustu sem þú þarft. Berðu tilboðspakkana saman hér og hafðu svo samband við teymið okkar til að byrja að gera þitt fyrirtæki sýnilegt.

Heimilisfang fyrir fyrirtækið

Komdu þér upp faglegu heimilisfangi fyrir fyrirtækið þitt á frábærum stað.
 • Heimavöllur fyrir þitt fyrirtæki
 • Aðsetur á opinberum skjölum
 • Viðtökustaður fyrir póst
Kaupa núna

Hvað er innifalið?

Allt sem þú þarft til að hefja störf

Þú færð ekki bara rekstaraðsetur í hvelli heldur einnig aðgang að þaulreyndu aðstoðarfólki sem getur líka tekið við pósti og tekið á móti gestum sem koma í móttökuna. Þú getur líka notað appið okkar til að bóka vinnusvæði eða fundarherbergi, hratt og auðveldlega.

 • Faglegt heimilisfang fyrir fyrirtækið sem er tiltækt án tafar
 • Samstarf við DragonPass og PPG fyrir aðgang að setustofum á flugvöllum
 • Viðburðir til að mynda tengsl og læra eitthvað nýtt
 • Starfsmaður í móttöku sem tekur á móti gestum
 • Sérstakir afslættir af fyrirtækjaþjónustu hjá birgjum um allan heim
 • Þjónusta allan sólarhringinn

Þjónusta fyrir fjarskrifstofur

Þjónustan sem þinn rekstur þarfnast

Ef þú þarft meira en bara heimilisfang fyrir fyrirtæki erum við með pakka sem þú getur valið um til að fá þá þjónustu sem þú þarft. Þú vinnur hvar sem þú vilt, með aðgangi að setustofum okkar um heim allan, eða aðgangi að skrifstofum, sameiginlegum vinnusvæðum eða fundarherbergjum hvenær sem þú þarfnast þess. Við getum líka séð um að framsenda póstinn þinn og svara í símann þegar viðskiptavinir hringja.

 • Áframsending pósts daglega, vikulega, mánaðarlega eða tilfallandi
 • Símtöl úr fyrirtækisnúmerinu greidd samkvæmt notkun eða ótakmörkuð
 • Val um svæðisbundið eða landsbundið fyrirtækissímanúmer
 • AÐSTOÐ VIÐ UMSJÓN
 • Fagleg símsvörun
 • Skrifstofa eða sameiginlegt vinnusvæði þegar þú þarft á að halda

Staðsetningar um allan heim

Veldu þér aðsetur, hvar sem er í heiminum

Finndu rétta staðinn fyrir þitt fyrirtæki. Við erum með vinnusvæði í öllum helstu bæjum og borgum heimsins og þú getur því staðsett þinn rekstur þar sem þú þarft að vera. Þú getur líka flutt heimilisfang fyrirtækisins á annan stað hvenær sem er, án viðbótarkostnaðar. Þú getur líka notað mörg aðsetur víða um heim og orðið sýnilegri á alþjóðavísu.

  Reglur um fjarskrifstofur eru breytilegar eftir löndum eða svæðum. Á sumum svæðum gæti vöruúrvalið verið takmarkað eða ekki í boði. Sum svæði leyfa ekki skráningu fyrirtækja á fjarskrifstofupóstfangi. Fáðu alltaf upplýsingar hjá sölufulltrúa um lög og reglur á hverjum stað fyrir kaup.

  Svör við öllum spurningum um fjarskrifstofur

  Teymið okkar getur svarað öllum þínum spurningum.

  Fleiri leiðir til að vinna

  • Skrifstofurými

   Útvegaðu þínu fólki stað til að vinna markvisst, dafna og vaxa, en láttu okkur um smáatriðin.
   Frekari upplýsingar
  • Sameiginleg vinnusvæði

   Vertu hluti af lifandi, sameiginlegu vinnusvæði með sérhönnuðum lausnum eða sameiginlegri aðstöðu.
   Frekari upplýsingar
  • Aðild

   Fáðu aðgang að vinnusvæðum og setustofum okkar um allan heim, eins oft og þú þarft.
   Frekari upplýsingar
  • Fundarherbergi

   Fullbúin herbergi fyrir starfsmannaþjálfunina, viðtalið eða sölukynninguna, hvar sem þú þarft að nálgast rýmið.
   Frekari upplýsingar

  * Allt birt verð gildir þegar fyrirspurn er send, miðað við 24 mánaða samninga. Verð getur tekið breytingum og er mismunandi eftir því hvaða vörur og þjónusta eru valdar. Verð fyrir skrifstofur og sameiginleg vinnusvæði á við um hvern einstakling á mánuði og fer eftir framboði hverju sinni. Skilmálar eiga við.