Ef þú elskar að kynnast nýju fólki og vilt að enginn vinnudagur sé öðrum líkur hentar fullkomlega að nota sameiginlega aðstöðu á sameiginlegum vinnusvæðum okkar. Þú bókar, mætir og finnur vinnurýmið sem hentar þér best, með ótal tækifærum til að mynda tengsl við aðra í þinni grein og aðra frumkvöðla sem nýta sér sameiginleg vinnusvæði okkar.
Stærstu fyrirtæki heims bera traust til okkar
Þegar þú notar samnýtta aðstöðu á sameiginlegu vinnusvæði getur þú sest hvar sem þú vilt, sett tölvuna í samband og byrjað að vinna. Samnýtt aðstaða er bæði einföld og hagkvæm lausn og ætti að freista þeirra sem elska að kynnast nýju fólki – og líta hvern dag frá nýju sjónarhorni.
Þegar þú notar samnýtta aðstöðu á sameiginlegu vinnusvæði skapast ótal tækifæri til tengslamyndunar við aðra frumkvöðla og fagaðila. Væri ekki frábært að byggja víðtækt tengslanet og verða hluti af alþjóðlegu viðskiptasamfélagi okkar, sem telur 8 milljónir fagaðila?.
Með því að leigja samnýtta aðstöðu á einu af sameiginlegu vinnusvæðunum okkar getur þú slakað á. Við sjáum um öll smáatriðin sem gera vinnudaginn þinn frábæran, þú einbeitir þér að rekstrinum.
Skoðaðu alþjóðleg og staðbundin skrifstofurými á yfir 4000 stöðum til að finna fyrirtækinu þínu heimili.