Framúrskarandi vinnusvæði. Frábærir afslættir. 25% afsláttur. *Skilmálar gilda
Workplace recovery

Bráðabirgðaskrifstofur

Verðu þitt fyrirtæki gegn áföllum vegna ófyrirsjáanlegra atvika. Víðtækt net vinnusvæða okkar tryggir þínu starfsfólki samastað þegar aðstæður eru ótraustar. Við vinnum með þér að því að reksturinn þinn gangi snurðulaust fyrir sig, með fullbúinni skrifstofu með þjónustu, fyrir eins marga starfsmenn og þörf krefur.

Fá tilboð

Skrifstofur okkar um allan heim gera þér kleift að draga úr hættu vegna ófyrirsjáanlegra atvika. Við útvegum þér fullbúna vinnustaði með allt niður í fjögurra klukkustunda fyrirvara.

Þrjár áætlanir

Réttur stuðningur fyrir rétt fólk

Viðbragðsáætlanir okkar fyrir vinnustaði bjóða þér sveigjanlega og fljótlega aðstoð til að tryggja samfellu í rekstri. Þú þarft líklega ekki sömu viðbragðsáætlun fyrir alla starfsmennina og getur þess vegna valið mismunandi áætlanir fyrir mismunandi starfsmenn.

 • Virka leiðin – tryggður aðgangur að vinnusvæðum innan eins dags
 • Pöntunarleiðin – vinnusvæði pöntuð allan sólarhringinn, tiltæk án tafar
 • Hraðleiðin – vinnusvæði eftir þörfum í neyðartilvikum

Hvað bíður þín?

Byrjaðu strax að vinna

Skrifstofur okkar með þjónustu tryggja þínu starfsfólki allt sem þarf fyrir rekstur þíns fyrirtækis – eins lengi og þú þarft. Þú getur treyst því að þegar þú mætir er allt til staðar, en þrautreynt teymi ráðgjafa okkar er innan handar til að aðstoða ef með þarf.

 • Þín eigin einkaskrifstofa
 • Háhraða WiFi og örugg tölvukerfi
 • Aðgangur að fundarherbergjum og vinnustofum
 • Öryggi, þrif, aðstaða og viðhald
 • Beint fyrirtækissímanúmer
 • Aðgangur allan sólarhringinn, alla daga vikunnar

Þjónusta um allan heim

Aðstoð hvenær sem þú þarfnast hennar

Við bjóðum þér öruggan og traustan vettvang fyrir bráðabirgðaskrifstofur um allan heim. Umfang starfsemi okkar gerir hundruðum fyrirtækja árlega kleift að finna bráðabirgðalausnir vegna hvers konar truflana – allt frá náttúruhamförum til tímabundins rafmagnsleysis. Þú færð aðgang að þúsundum vinnusvæða í öllum helstu borgum og samgöngumiðstöðvum heimsins. Þannig heldur þú þínum rekstri gangandi, jafnvel við ófyrirséðar aðstæður.

  Áætlanir um bráðabirgðaskrifstofur

  Við bjóðum þrenns konar áætlanir um bráðabirgðaskrifstofur Berðu þær saman hér á eftir og veldu þá áætlun sem hentar þér og þínu fólki. Hafðu síðan samband og þá aðstoðar okkar fólk þig við að búa fyrirtækið undir óvæntar aðstæður.

  Virka leiðin

  Fullbúin einkaskrifstofa sem er til reiðu innan eins dags
  • Fullbúin einkaskrifstofa sem er til reiðu innan eins dags
  • Í boði 30 daga á ári og inniheldur aðgang að fundarherbergjum og setustofu
  • Ráðlagt fyrir 20% af starfsmannafjölda

  Pöntunarleiðin

  • Lokuð vinnusvæði sem hægt er að panta og eru tiltæk allan sólarhringinn
  • Ótakmarkaður fjöldi prufudaga á hverju ári svo þú sért til í hvað sem er
  • Ráðlagt fyrir mikilvægasta 1% starfsfólksins

  Hraði

  • Aðgangur að rými eftir þörfum fyrir starfsfólk sem þarf á því að halda
  • Sameiginleg vinnusvæði og skrifstofur innifalið
  • Ótakmörkuð notkun á þúsundum staðsetninga

  Verð og aðgengi

  Hvað þarf að vera til staðar á bráðabirgðaskrifstofunni þinni?

  Ef þinn vinnustaður þarf að bregðast við vanda einmitt núna geta reynslumiklir ráðgjafar okkar aðstoðað þig við að finna lausn strax í dag. Starfsfólk okkar aðstoðar við að búa til frábæra viðbragðsáætlun fyrir þitt fyrirtæki.

  Svör við öllum spurningum um bráðabirgðaskrifstofur

  Teymið okkar getur svarað öllum þínum spurningum.

  Þú gætir þurft pakka samsettan úr þremur þjónustupökkum - hugsaðu um starfsfólkið þitt og þá stoðþjónustu sem þú þarft til að halda lykilstarfsmönnun (og öðrum starfsmönnum) í vinnu. Dynamic færir þér fullbúna einkaskrifstofu innan eins vinnudags - við ráðleggjum þetta fyrir 20% af þínu starfsmannaliði. Með Reserve getur þú bókað vinnusvæði til lengri tíma - sem hentar vel fyrir 1% starfsmannanna. Með Rapid færu vinnusvæði fyrir tilfallandi vinnu í neyðartilvikum og eftir þörfum, fyrir það starfsfólk sem þarfnast þess hverju sinni.

  Við vitum að ekkert er mikilvægara en að halda þínu fyrirtæki í rekstri og bjóða aðstoð við samstarf og forvirkar aðgerðir þegar aðstæður verða erfiðar. John Frost, yfirmaður rekstrarheildar hjá M&S segir okkur frá samstarfi þeirra við Regus þegar neyðarástand kom upp á höfuðstöðvum fyrirtækisins í Bretlandi, í Paddington, London: „Regus aðstoðaði okkur við truflun á rekstri og sá til þess að yfir 2000 starfsmenn aðalskrifstofunni okkar gátu haldið áfram að vinna þegar gasleiðsla rofnaði fyrir utan bygginguna okkar.“


  „Starfsfólk Regus fann annað vinnusvæði fyrir okkur á innan við fjórum klukkustundum, sem var mun skemmri tími en sólarhringurinn sem SLA bauð okkur og við hefðum þegið fúslega. Þetta var mikill léttir þar sem slysið varð á mánudegi fyrir jól, sem er mjög mikilvægur viðskiptadagur fyrir okkar fyrirtæki. Starfsfólk Regus gerði sér ljóst að það þyrfti að bregðast mjög hratt við og stóð sig frábærlega, sérstaklega hvað varðar skýr og vönduð samskipti.“


  Trygging gegn truflunum í rekstri er ekki nóg til að mæta neyðarástandi – slík trygging getur lágmarkaða fjárhagslegt tap, en getur ekki komið aftur á þjónustu við viðskiptavini eða endurheimt glatað orðspor. Þegar ófyrirsjáanlegir atburðir eiga sér stað er fyrirtækið þitt í mjög erfiðri stöðu. Ef góð viðbragðsáætlun, sem tekur mið af öllum tiltækum úrræðum, er ekki til staðar aukast líkurnar á alvarlegum mistökum verulega. 


  Á vel skipulögðum vinnustað þurfa nokkrir þættir að vera í lagi:

  • - Sérhannaðar bráðabirgðaskrifstofur fyrir lykilstarfsmenn sem nota sérhæfðan búnað
  • - Þaulhugsað skrifstofurými fyrir starfsmenn sem vinna með trúnaðarupplýsingar
  • - Veigaminni starfsmenn geta unnið að heiman þegar draga þarf úr umfangi rekstursins
  • - Sveigjanlegt skrifstofurými sem gerir þér kleift að efla teymisvinnu og veita starfsmönnum aðgang að búnaði.
  Fyrirtækin sem eru vel undirbúin vita hvað skiptir mestu máli og hvað þarf til svo að allt gangi vel fyrir sig. Slík fyrirtæki huga líka að þörfum starfsmanna þegar neyðaraðstæður koma upp og grípa þarf til viðbragðsáætlunar. Meðal þess sem þarf að hafa í huga eru:
  • - Fjölskylduaðstæður
  • - Vilji til að vinna í teymi
  • - Aðgangur að stoðþjónustukerfi
  • - Örugg og áreiðanleg samskiptakerfi
  • - Nútímaleg aðstaða og búnaður.
  Hugleiddu samgöngukerfið eða bílastæðaaðstöðuna. Ef þú þarft að gera ráð fyrir truflunum vegna rafmagnsleysis eða svæðisbundinna rýminga þarftu að gæta þess að velja staðsetningu sem er langt frá upprunalegu skrifstofunni, til að lenda ekki aftur í því sama. Hafðu einnig í huga hvað starfsfólkinu finnst um nýju staðsetninguna – er hún langt í burtu, eru allir til í að leggja á sig ferðina þangað?
  Að vinna að heiman getur í fyrstu virst ljómandi hugmynd og gæti í raun verið besti valkosturinn fyrir þá starfsmenn sem hafa þegar vanist því, en við bráðaaðstæður þarf ansi margt að vera í lagi til að slíkt gangi upp og það gengur yfirleitt ekki til lengri tíma. Margir halda að allir starfsmenn séu með nægilega hraðvirka og áreiðanlega nettengingu og samskiptakerfi. Og náttúruhamfarir hafa ekki bara áhrif á atvinnuhúsnæði – íbúðahverfi verða oft fyrir skemmdum líka og oft með mun alvarlegir afleiðingum. Það er einnig mikilvægt að hafa í huga að starfsmenn sem vinna á heimilinu geta upplifað einangrun þegar þeir hætta að eiga regluleg samskipti við vinnufélagana sína.

  Sæktu frekari upplýsingar

  en-gb-workplace-recovery-checklist

  February 2020

  Gátlisti fyrir bráðabirgðalausnir

  en-gb-workplace-recovery-whitepaper

  February 2020

  Hvernig hægt er að verja fyrirtæki gegn áföllum.

  Fleiri leiðir til að vinna

  • Skrifstofurými

   Útvegaðu þínu fólki stað til að vinna markvisst, dafna og vaxa, en láttu okkur um smáatriðin.
   Frekari upplýsingar
  • Sameiginleg vinnusvæði

   Vertu hluti af lifandi, sameiginlegu vinnusvæði með sérhönnuðum lausnum eða sameiginlegri aðstöðu.
   Frekari upplýsingar
  • Fjarskrifstofur

   Gerðu þitt fyrirtæki sýnilegt þar sem þér hentar að vera, á frábærum rekstarstaðsetningum.
   Frekari upplýsingar
  • Aðild

   Fáðu aðgang að vinnusvæðum og setustofum okkar um allan heim, eins oft og þú þarft.
   Frekari upplýsingar
  • Fundarherbergi

   Fullbúin herbergi fyrir starfsmannaþjálfunina, viðtalið eða sölukynninguna, hvar sem þú þarft að nálgast rýmið.
   Frekari upplýsingar

  * Allt birt verð gildir þegar fyrirspurn er send, miðað við 24 mánaða samninga. Verð getur tekið breytingum og er mismunandi eftir því hvaða vörur og þjónusta eru valdar. Verð fyrir skrifstofur og sameiginleg vinnusvæði á við um hvern einstakling á mánuði og fer eftir framboði hverju sinni. Skilmálar eiga við.