Verðu þitt fyrirtæki gegn áföllum vegna ófyrirsjáanlegra atvika. Víðtækt net vinnusvæða okkar tryggir þínu starfsfólki samastað þegar aðstæður eru ótraustar. Við vinnum með þér að því að reksturinn þinn gangi snurðulaust fyrir sig, með fullbúinni skrifstofu með þjónustu, fyrir eins marga starfsmenn og þörf krefur.
Þrjár áætlanir
Viðbragðsáætlanir okkar fyrir vinnustaði bjóða þér sveigjanlega og fljótlega aðstoð til að tryggja samfellu í rekstri. Þú þarft líklega ekki sömu viðbragðsáætlun fyrir alla starfsmennina og getur þess vegna valið mismunandi áætlanir fyrir mismunandi starfsmenn.
Hvað bíður þín?
Skrifstofur okkar með þjónustu tryggja þínu starfsfólki allt sem þarf fyrir rekstur þíns fyrirtækis – eins lengi og þú þarft. Þú getur treyst því að þegar þú mætir er allt til staðar, en þrautreynt teymi ráðgjafa okkar er innan handar til að aðstoða ef með þarf.
Þjónusta um allan heim
Við bjóðum þér öruggan og traustan vettvang fyrir bráðabirgðaskrifstofur um allan heim. Umfang starfsemi okkar gerir hundruðum fyrirtækja árlega kleift að finna bráðabirgðalausnir vegna hvers konar truflana – allt frá náttúruhamförum til tímabundins rafmagnsleysis. Þú færð aðgang að þúsundum vinnusvæða í öllum helstu borgum og samgöngumiðstöðvum heimsins. Þannig heldur þú þínum rekstri gangandi, jafnvel við ófyrirséðar aðstæður.
Teymið okkar getur svarað öllum þínum spurningum.
Þú gætir þurft pakka samsettan úr þremur þjónustupökkum - hugsaðu um starfsfólkið þitt og þá stoðþjónustu sem þú þarft til að halda lykilstarfsmönnun (og öðrum starfsmönnum) í vinnu. Dynamic færir þér fullbúna einkaskrifstofu innan eins vinnudags - við ráðleggjum þetta fyrir 20% af þínu starfsmannaliði. Með Reserve getur þú bókað vinnusvæði til lengri tíma - sem hentar vel fyrir 1% starfsmannanna. Með Rapid færu vinnusvæði fyrir tilfallandi vinnu í neyðartilvikum og eftir þörfum, fyrir það starfsfólk sem þarfnast þess hverju sinni.
Við vitum að ekkert er mikilvægara en að halda þínu fyrirtæki í rekstri og bjóða aðstoð við samstarf og forvirkar aðgerðir þegar aðstæður verða erfiðar. John Frost, yfirmaður rekstrarheildar hjá M&S segir okkur frá samstarfi þeirra við Regus þegar neyðarástand kom upp á höfuðstöðvum fyrirtækisins í Bretlandi, í Paddington, London: „Regus aðstoðaði okkur við truflun á rekstri og sá til þess að yfir 2000 starfsmenn aðalskrifstofunni okkar gátu haldið áfram að vinna þegar gasleiðsla rofnaði fyrir utan bygginguna okkar.“
„Starfsfólk Regus fann annað vinnusvæði fyrir okkur á innan við fjórum klukkustundum, sem var mun skemmri tími en sólarhringurinn sem SLA bauð okkur og við hefðum þegið fúslega. Þetta var mikill léttir þar sem slysið varð á mánudegi fyrir jól, sem er mjög mikilvægur viðskiptadagur fyrir okkar fyrirtæki. Starfsfólk Regus gerði sér ljóst að það þyrfti að bregðast mjög hratt við og stóð sig frábærlega, sérstaklega hvað varðar skýr og vönduð samskipti.“
Trygging gegn truflunum í rekstri er ekki nóg til að mæta neyðarástandi – slík trygging getur lágmarkaða fjárhagslegt tap, en getur ekki komið aftur á þjónustu við viðskiptavini eða endurheimt glatað orðspor. Þegar ófyrirsjáanlegir atburðir eiga sér stað er fyrirtækið þitt í mjög erfiðri stöðu. Ef góð viðbragðsáætlun, sem tekur mið af öllum tiltækum úrræðum, er ekki til staðar aukast líkurnar á alvarlegum mistökum verulega.
Á vel skipulögðum vinnustað þurfa nokkrir þættir að vera í lagi: