Shareholder Information | ||
---|---|---|
Dagur | Titill skjals | |
Regus Audit Committee Guidelines | ![]() | |
Regus Nomination Committee Guidelines | ![]() | |
Regus Remuneration Committee Guidelines | ![]() | |
Remuneration Statement | ||
---|---|---|
Dagur | Titill skjals | |
03/11/2015 | Remuneration Statement | ![]() |
Hlutafjáreign þín í Regus eru skráð í hlutahafaskrá. Skráin er listi yfir nöfn og heimilisföng allra hluthafa í Regus og fjöldi hluta í eigu hvers hluthafa. Fyrirtækið Capita Registrars ('Registrars') sér um skrána fyrir hönd fyrirtækisins. Skrásetjari hlutabréfa Regus uppfærir skrána þegar persónulegar aðstæður þínar eða hlutafjáreign breytist og sendir einnig út arðgreiðsluávísanir þínar og hlutaskírteini.
Lögum samkvæmt er skráin opinbert skjal sem skrásetjari hlutabréfanna skal veita aðgang að sé þess óskað. Í óskinni verður að tilgreina nafn og heimilisfang þess aðila sem óskar eftir aðgangi að skránni, yfirlýsingu um hvað gera eigi við upplýsingarnar, hvort þeim verði deilt með öðrum og ef svo er, hverjum og í hvaða tilgangi. Regus mun ekki veita þriðju aðilum upplýsingar um einstaka hluthafa umfram það sem kveðið er á um í lögum.
Hlutaskírteini sýna eign þína og ætti að geyma þau á öruggum stað. Þú þarft þau ef þú vilt selja hlutabréf þín að hluta eða heild í framtíðinni. Við ráðleggjum þér að geyma upplýsingar um skírteinisnúmerin og fjölda hluta á hverju skírteini ef þau týnast eða skemmast. Hlutaskírteini eru send hluthöfum á þeirra eigin ábyrgð.
Ef þú flytur þarftu að láta skrásetjara okkar vita af nýja heimilisfanginu þínu. Ef þú ert skráður á Capita Share vefgáttina (www.capitashareportal.com) getur þú látið vita um nýtt heimilisfang með því að skrá þig inn á eignasafnið þitt. Þú þarft:
Þú finnur bæði atriðin á hlutaskírteinum, á nýlegum arðgreiðslumiðum eða öðrum skjölum sem við höfum sent þér.
Þú getur einnig fyllt út eyðublað um breytt heimilisfang sem finna má á vefsvæði þeirra www.capitaregistrars.com (Athugaðu: Hlekkurinn opnar síðuna í nýjum vafraglugga.) undir 'Shareholders and Employees' og síðan 'Leaflets and Forms'. Þegar þú hefur fyllt út og undirritað eyðublaðið skaltu senda það í pósti til Capita Registrars, The Registry, 34 Beckenham Road, Beckenham, Kent BR3 4TU.
Ef þú breytir um nafn skaltu senda skrásetjurum okkar upplýsingar um nýtt nafn ásamt fyrra nafni. Þú ættir að láta fylgja með afrit af hjúskaparvottorði eða vottorðinu um nafnabreytinguna ásamt hlutaskírteini/um og ógreiddum arðgreiðsluávísunum á þínu fyrra nafni. Skrásetjararnir munu þá gefa þær út að nýju. Ef þú hefur einnig breytt um heimilisfang skaltu lesa 'Hvað þarf ég að gera ef ég flyt?'.
Ef þú er skiptastjóri í dánarbúi getur verið að þú þurfir að færa hlutabréfin yfir á nafn arfþega eða selja eignina.
Fyrsta skrefið er skrifa skrásetjurum okkar á:
Capita Registrars, The Registry, 34 Beckenham Road, Beckenham, Kent BR3 4TU
Þeir munu síðan setja tímabundna merkingu í skrána til að tryggja þar sem því verður við komið að frekari arðgreiðslur verði ekki gerðar í nafni hluthafans. Þeir munu einnig senda þér eyðublöð sem þú þarft að fylla út. Hafðu samband við skrásetjara okkar bréfleiðis eða í síma svo þeir geti leiðbeint þér við framkvæmdina.
Ef þú týnir arðgreiðsluávísun áður en þú áttir kost á því að leggja hana inn á bankareikninginn þinn skaltu hafa samband við skrásetjara okkar bréfleiðis. Capita mun þá geta gefið ávísunina út aftur. Athugaðu að umsýsluþóknun kann að verða lögð á.
Ef þú sendir úrelta ávísun til skrásetjara okkar munu þeir gefa hana út aftur. Það getur verið að þú þurfir að greiða umsýsluþóknun.
Það er hægt hjá flestum banka- eða byggingafélagareikningum í Bretlandi. Stundum er vísað til þess sem 'greiðslufyrirmæla' eða 'arðgreiðslufyrirmæla'. Það er auðvelt að óska eftir arðgreiðslum - arðgreiðslan verður lögð inn á reikninginn þinn á greiðsludeginum og þú færð sendar skattaupplýsingar um hana á heimilisfangið ser er á skrá hjá okkur.
Ef þú ert skráður á Capita Share vefgáttina getur þú sent okkur fyrirmæli þín á netinu.
Ef þú vilt frekar senda skrifleg fyrirmæli eða ef eignin er í margra nafni eða er eign fyrirtækis, skaltu prenta út eyðublaðið fyrir arðgreiðslufyrirmælin af 'forms' hlekknum, fylla það út og senda það til skrásetjara okkar.
Þeir munu leggja sig fram um að skrá fyrirmæli þín í tíma fyrir næstu arðgreiðslu. Hins vegar eru arðgreiðsluréttindi venjulega reiknuð út einum eða tveimur mánuðum fyrir útgreiðslu á arðinum. Ef ósk þín berst eftir þann tíma færðu arðgreiðsluna samkvæmt núverandi greiðsluaðferð en þeir munu tryggja að fyrirmæli þín séu skráð fyrir næstu greiðslu.
Hluthafar með lögheimili utan Bretlands ættu að fara á www.capitashareportal.com undir 'shareholders and employees', alþjóðlegar greiðslur, til að sækja viðeigandi eyðublað með fyrirmælum fyrir búsetuland sitt.
Eins og sakir standa er ekki boðið upp á slíkt.
Áður en tilkynnt er um arðgreiðslur og í samráði við Kauphöllina í Lundúnum, munum við tilkynna um dag sem hlutabréf okkar verða seld án arðgreiðsluréttinda. Það er kallað 'arðleysi'. Fyrir þann dag eru þau kölluð 'með arði'.
Ef þú kaupir hlutabréf fyrir arðleysisdaginn áttu rétt á arðgreiðslunni sem nýlega var tilkynnt um. Ef þú kaupir á eða eftir þann dag á arðleysistímabilinu verður arðurinn greiddur til fyrri eiganda.
Arðurinn er greiddur til hluthafa á grundvelli hlutafjáreignar samkvæmt hluthafaskránni á lokadeginum ('færsludeginum'). Færsludagurinn er eins og er tveimur dögum eftir arðleysisdaginn. Ef þú færð arðgreiðslu eftir að hafa nýlega selt hlutabréf þín og ert óviss um hvort þú eigir rétt á henni skaltu hafa samband við umboðsmanninn sem sá um söluna fyrir þig. Það fer eftir söluskilmálunum hvort nýi eigandinn eigi rétt á arðgreiðslunni.
Ef þú vilt gefa eða selja hlutabréf þín til einhvers sem þú þekkir, getur þú fært eign þína með því að nota 'eyðublað fyrir færslu á hlutabréfum'. Sækja má eyðublaðið á vefsvæði skrásetjara okkar www.capitashareportal.com (Athugaðu: Hlekkurinn mun opna síðuna í nýjum vafraglugga.) undir ‘Leaflets and Forms’. Þegar þú hefur fyllt út og undirritað eyðublaðið skaltu senda það í pósti til Capita Registrars.
Ef þú hefur týnt hlutaskírteininu þínu þarftu að láta skrásetjara okkar vita tafarlaust. Það má gera í síma eða bréfleiðis. Capita mun síðan leiðbeina þér í gegnum ferlið við að verða þér úti um nýtt hlutaskírteini. Það fer eftir verðmæti hlutanna á hlutaskírteininu hvort umsýsluþóknun er tekin.
Ef hlutaskírteininu þínu hefur verið stolið þarftu að hafa samband við lögreglu og fá skráningarnúmer lögreglu á glæpnum. Þegar þú hefur orðið þér úti um það skaltu skrifa Capita og láta vita af þjófnaðinum og gefa upp skráningarnúmerið. Capita mun síðan leiðbeina þér í gegnum ferlið.