Því miður tókst ekki að finna {{term}}. Reyndu aftur.

Horfðu á myndbandið okkar um nýtt vinnuumhverfi

Við tryggjum öruggt vinnuumhverfi

Við höfum gert ráðstafanir fyrir hreinlæti og samskiptafjarlægð á öllum staðsetningum okkar, í samræmi við ráðleggingar staðaryfirvalda og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), til að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á öruggara vinnuumhverfi.

Þetta felur meðal annars í sér

Aukin tíðni þrifa

Við höfum aukið tíðni þrifa yfir daginn með áherslu á algenga snertifleti, yfirborð og vinnusvæði til að uppfylla alþjóðlegar heilsu- og öryggisreglur.

Samskiptafjarlægð

Við höfum tileinkað okkur reglur um samskiptafjarlægð og aðlagað þær að vinnustaðnum. Þetta felur í sér hvernig fólk fer á milli staða á miðstöðvunum okkar, en skýrar upplýsingar, merkingar og reglur eru til staðar til að tryggja sem minnsta snertingu við annað fólk.

Áberandi merkingar

Í öllum miðstöðvum okkar eru ítarlegar heilbrigðis- og öryggisleiðbeiningar sýnilegar á áberandi stöðum. Þessar leiðbeiningar veita gestum og viðskiptavinum stuðning og upplýsingar til að sinna verkefnum sínum á öruggan hátt.

Þjónusta

Alþjóðlegt teymi okkar, sem meðal annars tekur til verktaka í ræstingum, samfélagsstjóra, viðhaldsstjóra, umsjónarmanna þjónustuvers fyrir reikningsumsjón, starfsfólks í móttöku, tæknimanna og fleiri aðila, er til staðar til að veita þér þá þjónustu sem þú þarft til að sinna rekstrinum á vandaðan og öruggan hátt.

Öryggi á fundum

Til þess að tryggja að viðskiptavinir okkar geti haldið áfram að nota fundarherbergi í samræmi við heilbrigðis- og öryggisreglur höfum við sett sérstakar öryggisreglur fyrir fundarherbergi. Þessar reglur fela í sér bil á milli sæta til að gera ráð fyrir samskiptafjarlægð, réttsælis stefnu þegar farið er á milli staða og örugga fjarlægð þegar veitingaþjónusta er notuð. Þetta er allt útskýrt með merkingum.

Breytingar á sameiginlegum vinnusvæðum

Í setustofum og sameiginlegum vinnusvæðum hefur sætaskipan verið breytt og merkingar settar upp til að tryggja að þú getir haldið áfram að sinna verkefnum, fundarhöldum og samstarfi. Viðskiptatengdum viðburðum gæti verið aflýst í miðstöðinni þinni, allt eftir reglum á viðkomandi stað. Hafðu samband við samfélagsteymið til að fá frekari upplýsingar.

 

Skoðunarferðir og heimsóknir

Við settum nýjar reglur um skoðunarferðir og það er í boði að heimsækja okkur og öll svæði miðstöðvanna okkar, svo lengi sem það eru ekki of margir á staðnum og fyrirkomulagið sé í samræmi við heilbrigðis- og öryggisreglur staðaryfirvalda.

Ef þú bókar kynningu fær samfélagsteymið upplýsingar um það til að geta sinnt viðeigandi undirbúningi.

Til að fylgja heilbrigðis- og öryggisreglum þarftu að fylgja stefnu um samskiptafjarlægð sem verður útskýrð þegar þú kemur á staðinn. Við getum aðeins tekið á móti tveimur einstaklingum í skoðunarferðir í einu. Ef hópurinn þinn er stærri geta hinir beðið í setustofunni.

Regus-aðgangur

COVID-19 faraldurinn hefur áhrif á mismunandi lönd á mismunandi hátt. Því er fyrirkomulag á aðgangi að miðstöðvum okkar mismunandi eftir löndum eða jafnvel borgum.

Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um stöðu tiltekinnar Regus-miðstöðvar skaltu hafa samband við samfélagsteymið.

Allar staðsetningar okkar verða áfram aðgengilegar allan sólarhringinn fyrir viðskiptavini sem eru með sinn eiginn lykil, að undanskildum þeim miðstöðvum sem eru lokaðar tímabundið vegna djúphreinsunar. Starfsfólk okkar upplýsir viðskiptavini um slíkar lokanir.

Við viljum þakka okkar frábæra starfsfólki um allan heim fyrir frábær störf og umhyggju fyrir viðskiptavinum okkar.

Nýtt vinnuumhverfi

Kynntu þér hvernig við sjáum fyrir okkur að vinnusvæði okkar og þjónusta verði enn hreinni og öruggari staðir til að vinna á.

Lestu bæklinginn