Vel búin einkaskrifstofa í einni bygginga okkar, þar sem þú færð fullfrágenginn vettvang fyrir þinn rekstur. Vinnusvæði' þitt er með aðgangi að fundarherbergjum og setustofum um heim allan, með fullri þjónustu á skrifstofum. Allar skrifstofur með þjónustu eru með aðgangi að starfsfólki okkar, sem aðstoðar við allt sem þarf. Þannig getur þú einbeitt þér að rekstrinum.
Allt er innifalið
Vinnusvæðin okkar eru með öllum nauðsynlegum húsgögnum, þjónustu og öðru sem til þarf. Aðstoðarfólk okkar á vettvangi er til reiðu allan daginn og getur aðstoðað við hvað sem vera skal.
Sérsniðið vinnusvæði
Veldu skrifstofu sem endurspeglar hvernig þitt starfsfólk vill helst haga vinnunni. Veldu útlit sem hentar þínu fyrirtæki og bættu við rými til þróunar- og samvinnu. Hugaðu enn frekar að eigin þörfum með fjölbreyttu úrvali vandaðra og þægilegra húsganga, aukabúnaðar og geymslulausna.
SVEIGJANLEGIR SKILMÁLAR
Allar skrifstofurnar okkar eru í boði með sveigjanlegum samningum og þú getur því bætt við rými og jafnvel flutt þig á annan stað, ef þess gerist þörf. Leigðu vinnusvæði í einn dag, einn mánuð eða lengur, þar sem þú þarft að vera, og njóttu góðs af faglegu og nærandi vinnuumhverfi okkar.
Teymið okkar getur svarað öllum þínum spurningum.