Svona hjálpar Regus starfsfólki BA að ná flugi um allan heim

British Airways var stofnað árið 1974 og er stærsta millilandaflugfélagið í Bretlandi.

Árið 2016 námu árstekjur fyrirtækisins 11.443 milljónum punda.

Svona hjálpar Regus starfsfólki BA að ná flugi um allan heim

Flugfélagið er með höfuðstöðvar á London Heathrow-flugvelli, fjölsóttasta alþjóðaflugvelli í heiminum, og flýgur til yfir 200 áfangastaða í 75 löndum.

Samruninn

Í janúar 2011 sameinuðust British Airways og Iberia og úr varð International Airlines Group (IAG). IAG er þriðja stærsta flugfélagið í heiminum hvað varðar árstekjur og það annað stærsta í Evrópu. Fyrirtækið er skráð í kauphöllinni í London og er hluti af FTSE 100-hlutabréfavísitölunni.

Skrifstofa sem greitt er fyrir eftir notkun

British Airways er með um 45.000 starfsmenn um allan heim, og hluti þeirra sér um sölu á heimsvísu. Áður fyrr fóru sölustörf hjá British Airways fram á hefðbundnum skrifstofum en með tilkomu nýrrar tækni er sífellt auðveldara að vinna í fjarvinnu og vera ekki bundinn við skrifstofuna.

Tíminn leið og British Airways fór að taka eftir því að það var með skrifstofur um allan heim, þ.m.t. í Dubaí, Singapúr og London, sem söluteymi þeirra nýttu sífellt minna, en fyrirtækið þurfti samt sem áður að greiða háan leigukostnað fyrir.

Þeir leituðu til Regus eftir aðstoð og Regus kom með lausn sem var bæði hentug og hagkvæm. Lausnin sem Regus kom með fyrir British Airways var sú að þau gætu útvegað sveigjanlegt vinnusvæði sem er „greitt eftir notkun“ svo British Airways þyrfti aðeins að greiða fyrir þann tíma sem söluteymi þess nota skrifstofuna í stað þess að greiða fyrir tóma skrifstofu sem notuð var sífellt minna.

Að auki, og það sem mestu máli skipti, var að af öllum veitendum sveigjanlegra vinnusvæða sem British Airways hafði samband við var Regus víðtækast og bauð upp á bestu staðsetningarnar. Þetta var mjög mikilvægt fyrir British Airways þar sem starfsemi fyrirtækisins krefst sveigjanlegs vinnusvæðis um allan heim. Regus var eini veitandi sveigjanlegra vinnusvæða sem gat uppfyllt þessar þarfir.

Samstarfið hefur reynst British Airways vel.

Hugleiðing frá British Airways

Amgad Shaheen, umsjónarmaður eigna utan flugvallar um allan heim hjá British Airways sagði að líkanið væri „mjög hagkvæmt" og því hefði verið „mjög vel tekið innan fyrirtækisins“. Hann sagði að núverandi uppsetning – Regus útvegar öfluga reikningsumsjón, mánaðarlega skýrslugerð og alla leigusamninga og aðra samninga á völdu tungumáli – gerði allt ferlið nútímalegra og skilvirkara.

oneworld – horft til framtíðar.

oneworld er flugfélagasamband sem var stofnað árið 1999 og British Airways er hluti af, ásamt alþjóðlegum flugfélögum á borð við American Airlines, Quantas og Cathay Pacific. Frá og með október 2017 er oneworld þriðja stærsta alþjóðlega flugfélagasambandið hvað varðar farþegafjölda, með yfir 527,9 milljónir farþega.

Samstarf Regus og British Airlines hefur verið svo farsælt að nú er hugsanlegt að American Airlines kunni í framtíðinni að taka upp svipað samstarf, eins og systrafélög British Airways, IAG og Vueling, hafa þegar gert. Það myndi þýða að fjöldi starfsmanna sem Regus þjónustar í þessum fyrirtækjum út af fyrir sig yrði talinn í tugum þúsunda um allan heim.

Aðild

Fáðu aðgang að vinnusvæðum og setustofum okkar um allan heim, eins oft og þú þarft.